Fjögurra ára afmæli Listasels fagnað

Ólöf Sæmundsdóttir, listakona og eigandi Gallery Listasel. sunnlenska.is/Jóhanna SH

Gallery Listasel í miðbæ Selfoss heldur upp á fjögurra ára afmælið sitt fimmtudaginn 10. júlí frá kl. 16 til 19.

Í tilefni afmælisins verður 15% afsláttur af verkum valinna listamanna; Ólafar Sæmundsdóttur, Hafþórs R. Þórhallssonar, Hrannar Waltersdóttur og Michelle Bird. Hafþór mun sýna tréskurð á þessum tíma og Michelle halda stutt námskeið í teikningu.

Gallery Listasel hefur vaxið og dafnað á síðustu fjórum árum en Ólöf Sæmundsdóttir, sem rekur galleríið, leggur áherslu á fjölbreytt listaverk og handverk og meirihluti listamannanna í galleríinu eru af af Suðurlandi.

„Viðtökurnar hafa verið vonum framar og ég get ekki annað en þakkað öllum gestum og viðskiptavinum mínum fyrir að trúa á þetta fyrirbæri og versla listmuni í heimabyggð,“ segir Ólöf sem bíður spennt eftir afmælisveislunni á fimmtudag. Léttar veitingar verða í boði og allir eru velkomnir.

Gallery Listasel í miðbæ Selfoss. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinMæðginin klúbbmeistarar á Hellu
Næsta greinÁkvað fimm ára að verða sirkusstjóri