Fjárlögin sungin á Friðheimum

Skálholtskórinn. Ljósmynd/Aðsend

Skálholtkórinn býður öllum að koma á opna kóræfingu sem haldin verður á Vínstofunni á Friðheimum þriðjudagskvöldið 27. febrúar kl. 20.

Það eru allir hjartanlega velkomnir á Vínstofuna og er þetta kjörið tækifæri fyrir áhugafólk um söng að mæta og syngja, eða bara hlýða á og síðast en ekki síst njóta þess sem hin frábæra Vínstofa hefur upp á að bjóða.

Sungin verða hin sígildu „fjárlög“ ásamt mörgum öðrum þekktum og góðum lögum úr ýmsum áttum. Samkomunni lýkur um klukkan 22.

Söngstjóri er Jón Bjarnason dómorganisti í Skálholti.

Fyrri greinSigurjón Ægir Sunnlendingur ársins 2023
Næsta greinTryggðu sér bikarmeistaratitil og farseðil á Norðurlandamótið