Fimleikamessa í Selfosskirkju

Sumri verður fagnað í Selfosskirkju á sumardaginn fyrsta með fimleikamessu sem hefst kl. 10:30.

Iðkendur úr fimleikadeild Umf. Selfoss sýna æfingar í messunni, þjálfari og einn úr hópi Evrópumeistaranna í fimleikunum flytja stutt erindi. Hreyfisöngvar og sumarsálmar verða sungnir en sr. Óskar og sr. Ninna Sif munu leiða stundina.

Sérstök athygli er vakin á því að messan hefst kl. 10:30 (en ekki kl. 11 eins og venjulega) og auðvitað eru allir hjartanlega velkomnir.

Að henni lokinni verður viðstöddum boðið upp á grillaðar pylsur og svaladrykk.

Fyrri greinLeiðsögn í Listasafninu
Næsta greinBrúin boðin út í næstu viku – Myndband