Fáni af stærstu gerð dreginn að húni

Elfar Guðni Þórðarson, listmálari á Stokkseyri, fagnaði 69 ára afmæli í dag og var það gert með ýmsum hætti.

Fulltrúar úr Öldungaráði Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurland mættu í morgun til Elfars Guðna á vinnustofuna og sýningarsalinn í Svartakletti og afhentu honum formlega fánastöng sem Tæknideild Hrútavinafélagsins voru búnir að koma fyrir í eystri garðinum við Sjólyst.

Eftir kaffi og með því var haldið að Sjólyst og fáni af stærstu gerð var dreginn að húni á hinni veglegu fánastöng sem er gjöf frá Hrútavinafélaginu Örvari hvar Elfar Guðni hefur verið virkur félagi alla tíð.

Um miðjan dag var síðan afmæliskaffi í Svartakletti með fjölskyldu og vinum sem litu við hjá afmælisbarninu.

Fyrri greinStórviðburðir framundan í Hvítahúsinu
Næsta greinTöluvert gróðursett í Mosfelli