Fagrir fossar Hverfisfljóts skoðaðir

Ferðamálafélag Skaftárhrepps stendur fyrir dagsferð á morgun, laugardag, meðfram Hverfisfljóti og fögrum fossum þess.

Mæting er við Skaftárskála kl. 9:30 (Þverá kl. 9:50). Stefnan er sett í Fljótshverfið þar sem Sigurður Kristinsson og Anna Harðardóttir á Hörgslandi ætla að leiða gönguhópinn meðfram Hverfisfljóti.

Göngumenn eru hvattir til að fjölmenna með nesti og nýja skó. Gera má ráð fyrir heimkomu undir kvöldmat.

Fyrri greinÚtlagður kostnaður vegna virkjunar 8,4 milljónir
Næsta greinListamannaspjall með Doddu Maggý