Færeysk stemmning á Stokkseyri

Færeyskir fjölskyldudagar verða haldnir á Stokkseyri um verslunarmannahelgina en hátíðin hefst í dag og stendur fram á mánudag. Þetta er sannkölluð stórhátíð þar sem margt er í boði.

Margt verður uppi á teningnum frá fimmtudegi til mánudags: söfn, sýningar, þjónusta og afþreying verða opin alla helgina. Ýmis tilboð verða í gangi og aðgangur er ókeypis á fjölda viðburða.

Boðið verður upp á skemmtun með fjölbreyttri færeyskri tónlist, kynningu á Færeyjum, sagðar sögur frá Færeyjum gamlar og nýjar, kynning á skerpikjöti og gefið smakk.

Jens Gud sér um fjörið á Draugabarnum á föstudagskvöldið og fram á nótt, á laugardagskvöldið tekur Bee on ice við keflinu og á sunnudagskvöld skemmta Jógvan Hansen og Vignir Snær fram á nótt.

Alla helgina verður hægt að fara á kajak og kanna vatnasvæðið í grennd við Stokkseyri, einnig er boðið upp á námskeið fyrir börn um helgina.

Fyrri greinHamar og Ægir töpuðu – KFR vann góðan sigur
Næsta greinFjöldi færa fór forgörðum