Eystanljóð í Skálholti

Í dag kl. 17 heldur færeyski kórinn Eystanljóð frá Götu og Leirvík tónleika í Skálholtsdómkirkju. Þetta er blandaður kór sem stofnaður var árið 1987.

Kórmeðlimir eru á aldrinum frá 14 ára upp í 75. Kórinn mun einkum flytja færeyska kirkjutónlist, nokkur ný færeysk sönglög og íslensk lög. Aðgangur er ókeypis.

Fyrri greinÖskufallsspá í dag
Næsta greinÖskufall víða á Suðurlandi