Eyfi í Selfosskirkju

Eyjólfur Kristjánsson mun spila og syngja við kvöldguðsþjónustu í Selfosskirkju í kvöld, sunnudagskvöldið 2. nóvember kl. 20.

Kvöldguðsþjónustur eru að jafnaði fyrsta sunnudagskvöld í hverjum mánuði og eru með öðru sniði en messur sunnudagsins.

Hér gefst því kærkomið tækifæri til að koma til kirkjunnar sinnar og njóta friðar og kyrrðar undir öðrum lögum og textum en endranær.

Allir velkomnir.

Fyrri greinUniJon í Draugasetrinu
Næsta greinSkemmdarverk unnin við Akureyjarkirkju