Evrópsk kvikmyndahátíð í Selfossbíó

Evrópska kvikmyndahátíðin Films on the Fringe lýkur hringferð sinni um Ísland í Selfossbíói á morgun, þriðjudaginn 26. maí. Þrjár myndir verða sýndar og er ókeypis inn á alla dagskrá hátíðarinnar.

Evrópustofa og Bíó Paradís standa fyrir hátíðinni í samstarfi við Films on the Fringe og bjóða brot af því besta í evrópskri kvikmyndagerð í hringferð sem hófst í síðustu viku.

Á dagskrá á Selfossi eru eftirtaldar sýningar; 16:00 Antboy: Rauða Refsinornin – Talsett á íslensku, 18:00 For Those In Peril, 20:00 Calvary.

Nánar um myndirnar á síðu Bíó Paradísar.

Fyrri greinPáll Bragi landsliðseinvaldur á HM
Næsta greinPendúllinn hjálpar til við verðlagningu