Enn lausir miðar og stemmningin vaxandi

Áttundu jólatónleikarnir Hátíð í bæ fara fram á Selfossi í kvöld kl. 20. Kjartan Björnsson, tónleikahaldari, segir útlit fyrir hörkutónleika í Iðu.

“Stemmningin er vaxandi og það er enn hægt að tryggja sér miða á Rakarastofunni í Miðgarði og á miði.is. Það er líka mikill spenningur fyrir leyniatriði kvöldsins og verður forvitnilegt að sjá hvern Valdimar Bragason, kynnir kvöldsins, kynnir til leiks. Það verður sannkölluð hátíð í bæ,” sagði Kjartan í samtali við sunnlenska.is.

Meðal þeirra sem fram koma eru Ragnar Bjarnason, Guðrún Gunnarsdóttir, Helga Möller, Guðmundur Eiríksson, Daníel Haukur og kór FSu en Tríó Vignis Stefánssonar sér um undirleikinn.

Fyrri greinNýtt fjárhús á Stóra-Ármóti tekið í notkun
Næsta greinRáðist á unga konu með eggvopni