Enn lausir miðar og stemmningin vaxandi

Áttundu jólatónleikarnir Hátíð í bæ fara fram á Selfossi í kvöld kl. 20. Kjartan Björnsson, tónleikahaldari, segir útlit fyrir hörkutónleika í Iðu.

“Stemmningin er vaxandi og það er enn hægt að tryggja sér miða á Rakarastofunni í Miðgarði og á miði.is. Það er líka mikill spenningur fyrir leyniatriði kvöldsins og verður forvitnilegt að sjá hvern Valdimar Bragason, kynnir kvöldsins, kynnir til leiks. Það verður sannkölluð hátíð í bæ,” sagði Kjartan í samtali við sunnlenska.is.

Meðal þeirra sem fram koma eru Ragnar Bjarnason, Guðrún Gunnarsdóttir, Helga Möller, Guðmundur Eiríksson, Daníel Haukur og kór FSu en Tríó Vignis Stefánssonar sér um undirleikinn.