Englar undir stiganum

Í dag kl 18 verður opnuð ný sýning í Gallerí undir stiganum, sýningarrými í Bæjarbókasafni Ölfuss.

Að þessu sinni er um safnarasýningu að ræða. Þorlákshafnarbúinn Hafdís Þorgilsdóttir, sem starfar sem dagmóðir, hefur lengi safnað englum í allavega formi. Hún ætlar að sýna englana sína auk nokkurra Jesúmynda sem hún hefur sjálf málað.

Af tilefni sýningaropnunar flytur þverflautukvartett nokkur jólalög og lesin verður englasaga eftir Guðrúnu Helgadóttur.

Einnig verður boðið upp á kaffi/djús og smákökur.