Engin Töðugjöld í ár

Hella. Ljósmynd/Rangárþing ytra

Ákveðið hefur verið að aflýsa bæjarhátíðinni Töðugjöldum á Hellu sem fara áttu fram 13.-15. ágúst næstkomandi.

Það er gert í ljósi núgildandi sóttvarnarreglna sem gilda til og með 13. ágúst nk. og fjölda virkra smita í samfélaginu.

Í tilkynningu frá Töðugjöldum segir að undirbúningur hafi gengið virkilega vel og eiga allir sem ætluðu að koma að hátíðinni þakkir skildar fyrir; listamenn, sjálfboðaliðar, styrktaraðilar og aðrir.

„Þetta er annað árið í röð sem við þurfum að aflýsa Töðugjöldum vegna COVID en við stefnum á Töðugjöld að ári, 12.-14. ágúst 2022. Áfram þurfum við að vera á verði gagnvart farsóttinni og ekki er ráðlegt við þessar aðstæður að blása til mikilla hátíðahalda. En þetta mun auðvitað ganga yfir og við hefjum strax undirbúning Töðugjalda næsta árs,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Fyrri greinSmituðum fjölgar lítillega
Næsta greinMagnús með fernu í stórsigri Árborgar