Engin núll á tombólu kvenfélagsins

Mynd úr safni.

Laugardaginn 12. ágúst verður fjölskyldu- og sveitahátíðin Grímsævintýri haldin á Borg í Grímsnesi. Að vanda verður þétt og skemmtileg dagskrá.

Tombólan sögufræga verður á sínum stað, markaður í íþróttahúsinu, kaffihús, popp og candyfloss og dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Hátíðin hefst kl. 13 og lýkur um 16:30. Sirkuskonan Húllandúllan kemur og skemmtir, Leikfélagið Borg mætir á svæðið, klifurturn Skátanna er á sínum stað, Hjálparsveitin Tintron sýnir tæki og tól og BMX Brós sýna listir sínar.

Grímsævintýri hafa verið haldin frá árinu 2010 en hátíðin varð til í kringum árlega tombólu Kvenfélags Grímsneshrepps sem hefur verið haldin síðan 1926. Allur ágóði tombólunnar rennur til góðra málefna og rétt er að það komi fram að á þessari tombólu eru engin núll.

Fyrri greinSuðurengi fallegasta gatan í Árborg
Næsta greinSagan endurtekur sig hjá Ægi