Endalaust skemmtilegt starf

Í dag, fimmtudaginn 21. febrúar, eru nákvæmlega þrjátíu ár síðan kór Fjölbrautaskóla Suðurlands var stofnaður. Að því tilefni er viðtal við stjórnanda kórsins, Stefán Þorleifsson, í Sunnlenska þessa vikuna.

Stefán hefur verið stjórnandi kórsins síðustu níu ár, en hann hyggst hætta því starfi fljótlega.

„Öllum þeim fjölmörgu sem hafa sungið með mér á þessum árum þakka ég kærlega fyrir skemmtilegt starf og ég óska kórnum alls hins besta í framtíðinni,” segir Stefán.

Kórinn mun halda upp á afmælið með þrennum tónleikum helgina 22.-24. febrúar næstkomandi, í Hvolnum á Hvolsvelli á föstudagskvöld, í Versölum í Þorlákshöfn á laugardag og í FSu á Selfossi á sunndagskvöld.

Viðtalið við Stefán má finna í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinSelfyssingar bikarmeistarar í körfubolta
Næsta greinÁnægja með að fá gamla staðinn aftur