Emilía Hugrún lætur sig Dreyma

Emilía Hugrún. Ljósmynd/Aðsend

Söngkonan Emilía Hugrún sendir frá sér nýtt lag í dag. Lagið er komið á allar helstu streymisveitur og má finna hér neðst í fréttinni.

Lagið heitir Dreyma en Emilía samdi það ásamt Steina, Þorsteini Helga Kristinssyni, en þau hafa unnið saman að tónlist undanfarna mánuði og gáfu meðal annars út lögin Beautiful Things og Vítamín ásamt ISSA fyrr á þessu ári.

„Nýja lagið, Dreyma, er í nútímalegum RnB stíl og passar fullkomlega við árstímann. Ég er virkilega stolt af þessu lagi og langar að sem flestir heyri,“ sagði Emilía Hugrún í samtali við sunnlenska.is.

Fyrri greinHrekkjavökutónleikar í Skálholtsdómkirkju
Næsta greinGul viðvörun: Stormur undir Eyjafjöllum