Ellen og Eyþór á Sólheimum

Í dag kl. 14:00 mæta Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson í Sólheimakirkju og halda tónleika.

Menningarveisla Sólheima er í fullum gangi. Það bætast stöðugt við skilaboðin, ljóðin, óskirnar, kveðjurnar og annað á trén sem standa á sýningunni sem er í íþróttaleikhúsinu. Það er upplifun að skoða skilaboðin og skilja eftir sig línu á laufblöðin sem eru hengd á trén til að þau laufgist rétt eins og þau sem þegar hafa laufgast útivið á Sólheimum.

Sýningarnar, kaffihúsið, verslunin og plöntusalan er opin alla daga milli klukkan 12 og 18.

Fyrri greinMarkasúpa hjá KFR – Ægir vann en Hamar tapaði
Næsta greinBjörn Bjarndal nýr umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi