Elísabet Jökulsdóttir sýnir myndlist á Bókasafninu í Hveragerði þessa dagana og stendur sýningin til 20. júní næstkomandi.
Myndefnið að þessu sinni eru skemmtilegir og fjölbreyttir selir frá Ytri-Tungu á Snæfellsnesi sem Elísabet málaði þegar henni leiddist.
Elísabet er þekkt fyrir bækur sínar og leikrit. Hún hefur hlotið margvísleg verðlaun fyrir verk sín upp á síðkastið, m.a. Grímuverðlaun fyrir besta leikritið, Saknaðarilm, ásamt Unni Ösp Stefánsdóttur.
Sýningin er sölusýning og er opin á sama tíma og bókasafnið, virka daga kl. 12-18.