Elfar Guðni og Valgerður Þóra sýna í Svartakletti

Margir hafa lagt leið sína í Gallerí Svartaklett í Menningarverstöðinni á Stokkseyri síðustu daga þar sem feðginin Elfar Guðni og Valgerður Þóra sýna verk sín.

Sýningarnar opnuðu á uppstigningardag en þær verða opnar alla daga frá kl. 14 til 18 og lýkur á sjómannadaginn, 3. júní.