Eitt af þessum ógleymanlegu 80’s lögum

Hr. Eydís í hljóðstofu sinni á Youtube.

Föstudagslagið með Hr. Eydís að þessu sinni er unplugged útgáfa af (I Just) Died In Your Arms með ensku hljómsveitinni Cutting Crew.

Lagið er af plötunni Broadcast sem kom út árið 1986 og fór eins og eldur í sinu um heimsbyggðina í kjölfarið.

„Okkur langaði að setja okkar eigið mark á lagið og tókum það órafmagnað,“ segir Örlygur Smári og bætir við hlæjandi: „þetta er eitt af þessum ógleymanlegu 80’s lögum sem maður dansaði við á skólaböllunum í gamla daga.“

Hljómsveitina Hr. Eydís skipa þeir Örlygur Smári, gítar og söngur, Ríkharður Arnar, hljómborð og bakraddir, Jón Örvar Bjarnason, bassi og bakraddir og Páll Sveinsson á trommur. Sveitin hefur sent frá sér 80’s lög á Youtube rás sinni á hverjum föstudegi síðustu vikur.

Hr. Eydís á Instagram

Hr. Eydís á Facebook

 

Fyrri greinVegaframkvæmdir í Ölfusinu á lokametrunum
Næsta greinDagný tók fram úr Hólmfríði