Einvala lið í Bókakaffinu í kvöld

Það verður fjölskipað og vel skipað í upplestri vikunnar í Sunnlenska bókakaffinu í kvöld kl. 20.

Þá mæta til leiks Guðmundur Andri Thorsson sem kynnir skáldsögu sína Sæmd, Sigríður Jónsdóttir með ljóðabókina Undir Ósýnilegu tré, Óskar Magnússon með skáldsöguna Látið síga piltar, Andrés Eiríksson með bók sína Í Tötraskógi sem hefur að geyma ljóðaþýðingar Yeats, Housman, Byrons og fleiri. Einnig kynnir Gísli Sigurðsson bók sína Leiftur frá horfinni öld sem fjallar um fornbókmenntir Íslendinga.

Húsið verður opnað klukkan 20 og lestur hefst um klukkan 20:30.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Fyrri greinÚtsvarstekjur hækka um 26 milljónir
Næsta grein„Sem betur fer komu ekki önnur útköll á sama tíma“