Einstök náttúra Eldsveitanna

Landvernd og Eldvötn – samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi efna til málþings um áhrif virkjana í Skaftárhreppi í Norræna húsinu í Reykjavík á morgun, laugardag.

Um tvær virkjanahugmyndir við Fjallabakssvæðið er að ræða; Búlandsvirkjun í Skaftártungu (í Skaftá og Tungufljóti) og Atleyjarvirkjun austan Mýrdalsjökuls (í Hólmsá).

Ólafía Jakobsdóttir, formaður Eldvatna mun setja málþingið kl. 12 og á eftir fylgja erindi frá Hauki Jóhannessyni, jarðfræðingi og Snorra Baldurssyni, þjóðgarðsverði, Þóru Ellen Þórhallsdóttur, prófessor og Vigfúsi Gunnari Gíslasyni, framkvæmdastjóri, frá Flögu.

Að loknu kaffihléi munu Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótarstöðum og Guðbjörg Jóhannesdóttir, doktorsnemi flytja erindi og í lokin verða umræður og samantekt.

Fundarstjóri er Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar.