Einstök kvöldstund með Magnúsi & Jóhanni

Hinir einu sönnu Magnús & Jóhann halda tónleika á Midgard Base Camp á Hvolsvelli að kvöldi 17. júní.

Magnús og Jóhann hafa starfað saman frá 1968 og hefur samstarf þeirra skilað sér í mörgum af okkar albestu og fallegustu dægurlagaperlum. Má þar nefna Söknuð, Ást, Álfar, Yakety Yak, Þú átt mig ein, Ísland er land þitt ásamt aragrúa að fjölmörgum öðrum perlum sem eru orðin samofin þjóðarsálinni.

Hér setjast þeir vinirnir niður með gítarana og röddina að vopni. Spila sín bestu lög, segja sögur af þeim og af hvor öðrum. Þetta eru tónleikar sem enginn ætti að missa af.

Hægt er að panta borð og njóta kvöldsins í alúðlegu umhverfi Midgardshópsins en tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21:00. Forsölumiðar á Midgard kosta 4.500 kr og miðar á midi.is og við hurð 5.500 kr.

Fyrri greinMarína Ósk telur í Suðurlandsdjazzinn
Næsta greinDatt úr stúku og handleggsbrotnaði