Einstök kvöldstund með Bjartmari í kvöld

Bjartmar Guðlaugsson. Ljósmynd/Aðsend

Bjartmar Guðlaugsson mun keyra Sjómannadagshelgina í gang í Þorlákshöfn með tónleikum í Versölum í kvöld, föstudaginn 2. júní kl. 21.

Bjartmar mætir einn með röddina og gítar og fer í gegnum ferilinn í tónum og tali. Þetta verður einstök kvöldstund þar sem Bjartmar fer yfir sögurnar af lögum og segir frá ótrúlegu lífshlaupi sínu. Í raun og veru er mælst til þess að fólk missi ekki af þessum viðburði.

Lög eins og Týnda Kynslóðin, Sumarliði er fullur, Ég er ekki alki og Þannig týnist tíminn, munu eflaust hljóma, svo gestir eiga von á góðu.

Forsala miða er í Skálanum, 4.000 krónur en 5.000 á midi.is og við hurð. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00, húsið opnar kl. 20:00 og miðafjöldi er takmarkaður. Það er Menningarfélag Suðurlands sem stendur fyrir tónleikunum.

Fyrri greinGuðrún opnar sýningu í Sesseljuhúsi
Næsta greinHamar og Uppsveitir komust ekki á blað