Einstakir tónleikar með Sigurði Flosasyni

Sigurður Flosason. Ljósmynd/Aðsend

Hinn eini sanni Sigurður Flosason mun heiðra Sunnlendinga með nærveru sinni á Suðurlandsdjazz í Reykjadalsskála næsta sunnudag, þann 16. júlí.

Hann verður ekki einn á ferð því með honum verða snillingarnir Agnar Már á Hammond og Jóhann Hjörleifsson á trommur. Þeir munu leika tónlist sem skoðar mörk djazz, blús og sálar músíkar.

Þetta verða einstakir, fjörugir og aðgengilegir tónleikar með framúrskarandi listamönnum.

Frítt er á viðburðinn og hefjast leikar klukkan 15:00. Styrktaraðilar Suðurlandsdjazz eru Reykjadalsskáli, SASS, Viking Léttöl, Fíh og Sub ehf.

Fyrri greinMoskvít með nýjan óð til verkafólksins
Næsta greinGæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur