Einar Már, borgfirskar utangarðskonur og fleiri

Einar Már Guðmundsson er meðal þeirra sem mæta á fyrsta upplestrarkvöld haustsins hjá Bókakaffinu á Selfossi, sem verður fimmtudagskvöldið 19. nóvember.

Þá mætir tónlistarmaðurinn Karl Hallgrímsson og tekur lagið en hann var að gefa út plötuna Draumur um koss. Húsið er opnað klukkan 8 og upplestur hefst hálftíma síðar. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Auk Einars mæta þetta fyrsta kvöld eftirtaldir rithöfundar: Ágúst Borgþór Sverrisson sem sendir nú frá sér spennusöguna Myrkrið. Guðmundur J. Guðmundsson þýðandi sem kynnir okkur hina merku bók Paul Lafargue, Rétturinn til letinnar sem á mikið erindi til hinna vinnuglöðu Íslendinga. Bjarni Bernharður Bjarnason skáld sem sendir nú frá sér sjálfsævisögu og nefnist hún Hin hálu þrep. Bjarni segir þar meðal annars frá uppvexti á Selfossi. Utangarðs heitir bók sem segir frá förumönnum á Vesturlandi en hún er tekin af saman af þeim Sigríði Hjördísi Jörundsdóttur og Halldóru Kristinsdóttur.

Verðlaunahöfundurinn Einar Már kynnir svo vitaskuld bók sína Hundadagar sem kom út nú í haust og hefur hlotið afar góða dóma.

Fyrri greinSelfyssingar kláruðu NM með stæl
Næsta greinSkemmtileg og opinská bók fyrir alla foreldra