Einar Kára og Elfar Logi heimsækja Selfoss

Laugardaginn 21. febrúar og sunnudaginn 22. febrúar mun leikarinn Elfar Logi Hannesson leika einþáttung um Gretti sterka Ásmundarson á lofti Gamla bankans að Austurvegi 21 á Selfossi.

Á undan leikþættinum verður Einar Kárason, rithöfundur, með fyrirlestur um Gretti.

Viðburðurinn hefst kl. 20:00 bæði kvöldin.

Miðaverð er 3.500 krónur og rennur allur ágóði sýningarinnar til Fischerseturs.

Miðapantanir í síma 894-1275 og opnar húsið kl. 19:30 bæði sýningarkvöldin.

Fyrri greinÞrír Íslandsmeistarar í sama bekknum
Næsta greinAuglýst eftir vitnum