Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina „Eigi víkja“ eftir Jón Sigurðsson, fyrrum rektor Samvinnuháskólans á Bifröst og ráðherra.
Í bókinni, sem flokka má undir alþýðurit, er fjallað um mörg viðfangsefni. Meðal annars: Hverjar eru forsendur íslenskrar þjóðvitundar og þjóðerniskenndar? Hvenær litu Íslendingar fyrst á sjálfa sig sem þjóð? Hvernig myndast þjóðir í Evrópu? Hvað eru þjóð og þjóðerni? Hver var þjóðmálastefna og verkefnaskrá Jóns forseta? Hver er hlutur Johanns Gottfried von Herder í sögu Íslendinga? Hverju máli skiptir Nikolaj Frederik Severin Grundtvig í sögu Íslendinga? Hvert var hlutverk Þórhalls Bjarnarsonar í sögu Íslendinga? Hvernig má skilgreina íslenskt þjóðerni? Hvernig má skilgreina þjóðhyggju og þjóðernisstefnu? Er þjóðmálastefna falin í kvæðinu um Dísu í dalakofanum? Og: Hverjar eru samfélagsforsendur Bjarts í Sumarhúsum?
Enginn áhugamaður um sögu Íslands og Íslendinga lætur þessa bók framhjá sér.
Bókin fæst meðal annars í Sunnlenska bókakaffinu.