Ég sendi þér vals!

Tónleikarnir Ég sendi þér vals! verða nk. sunnudag í Mengi. Ljósmynd/Martin Poloha

Sunnudaginn 16. nóvember kl. 17 verða tónleikar í Mengi sem bera yfirskriftina Ég sendi þér vals!

Á tónleikunum verða flutt nýleg verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur og eru það verkin geym oss í dag (2023) fyrir tvær alt-flautur og fylgir verkinu vídeó gert af Berglindi Maríu Tómasdóttur.

Þá verður flutt verkið Valsar úr seinustu siglingu (2024) við ljóð eftir Lindu Vilhjálmsdóttur fyrir sópran, víólu og rafhljóð. Þessi verk verða römmuð inn með þremur stuttum póstkortaverkum sem samin hafa verið á undanförnum tíu árum og nefnast Hljóðferli. Titill dagskrárinnar vísar til þess að meiri hluti þeirra verka sem flutt verða á tónleikunum voru send á póstkortum til viðtakenda sinna. Titillinn vísar einnig til verksins Valsar úr síðustu siglingu.

Flytjendur: Bergdís Júlía Jóhannsdóttir, Eydís Franzdóttir, Berglind María Tómasdóttir, Pamela De Sensi, Björk Níelsdóttir, Þóra Margrét Sveinsdóttir, Katie Buckley og Frank Aarnink. Hljóðmaður: Jesper Pedersen

Fyrri greinByrjað að grafa fyrir nýjum leikskóla á Hellu
Næsta greinSelfoss sat eftir á síðasta korterinu