Dýramyndir undir stiganum

Katrín Óskarsdóttir í Miðtúni opnar sýningu á teikningum í Gallerí undir stiganum í bókasafninu í Ölfusi kl. 18 í dag.

Myndirnar eru allar teikningar af hinum ýmsu dýrum og eru alveg sérlega lifandi og skemmtilegar. Starfsfólk bókasafnsins hvetur foreldra til að mæta með börnin á safnið og skoða myndirnar en þær verða til sýnis allan októbermánuð.

Boðið verður upp á kaffi og konfekt af tilefni sýningaropnunar auk þess sem Katrín verður á staðnum.