Duran-hárgreiðslan var málið

Hr. Eydís í hljóðstofu sinni á Youtube.

Hr. Eydís sendi frá sér enn eitt föstudagslagið í gær og að þessu sinni var það stórsmellurinn Planet Earth með strákunum fimm, eða the fab five frá Birmingham í Englandi, Duran Duran. Lagið er af plötunni Duran Duran sem kom út í júni árið 1981.

„Duran Duran var allsstaðar á níunda áratugnum, hvert lag á fætur öðru varð vinsælt og þýsku Bravó-blöðin, sem enginn skildi neitt í, seldust eins og heitar lummur bara af því að í blaðinu voru myndir af Duran-strákunum,“ segir Örlygur söngvari og gítarleikari.

„Svo vildu auðvitað allir vera með Duran-hárgreiðslu, einhverskonar delux-síttaðaftan með strípum,“ bætir hann við.

Rás Hr. Eydís á Youtube

Hr. Eydís á Instagram

Hr. Eydís á Facebook

Fyrri greinBjörgunarsveitin Kári hlaut Verndarvæng Icelandair
Næsta greinLay Low með tónleika á Hellu