Grill- og tónlistarhátíðinn Kótelettan byrjaði með látum í gærkvöldi á hátíðarsvæðinu við Hvítahúsið á Selfossi.
Boðið var upp á tónleika þar sem frítt var inn og ekkert aldurstakmark og féll það ákaflega vel hjá fjölskyldufólki sem fjölmennti á tónleikana.
Krummafótur, Út í hött, Væb, Todmobile og Birnir héldu uppi frábærri skemmtun fram eftir kvöldi en myndirnar hér fyrir neðan, sem Mummi Lú tók, tala sínu máli.
Í kvöld hefst svo eiginleg tónleikadagskrár Kótelettunnar og hún heldur áfram á laugardagskvöld, auk þess sem boðið er upp á veglega fjölskyldudagskrá í Sigtúnsgarði eftir hádegi á morgun.


