Dregið í Spurningakeppni átthagafélaganna

Spurningakeppni átthagafélaganna verður haldin í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14 í Reykjavík (fyrir ofan Bónus) og hefst 28. febrúar.

Meðal keppnisliða eru Skaftfellingafélagið, Árnesingafélagið og Stokkseyringafélagið.

Sextán liða úrslit fara fram 28. febrúar og 7. mars. Átta liða úrslit 21. mars, undanúrslitin verða 11. apríl og úrslitin verða á síðasta vetrardag, 24. apríl. Eftir úrslitin verður heilmikið húllumhæ og dans fram á nótt.

Húsið opnar klukkan 19:30 og keppnirnar hefjast stundvíslega klukkan 20:00. Aðgangseyrir er 500 krónur og hægt verður að kaupa kaffi og gos.

Dregið hefur verið í 16 liða úrslitin og líta fyrstu kvöldin svona út:

28. febrúar:
Skaftfellingafélagið – Átthagafélag Djúpmanna
Húnvetningafélagið – Átthagafélaga Sléttuhrepps
Önfirðingafélagið – Árnesingafélagið
Stokkseyringafélagið – Dýrfirðingafélagið

7. mars:
Barðstrendingafélagið – Breiðfirðingafélagið
Súgfirðingafélagið – Átthagafélag Strandamanna
Átthagafélag Héraðsmanna – Vestfirðingafélagið
Siglfirðingafélagið – Norðfirðingafélagið

Áhugasamir eru hvattir til að fjölmenna öll kvöldin í Breiðfirðingabúð, hvetja sitt fólk og njóta skemmtunarinnar.

Fyrri greinLummósveit Lýðveldisins leikur á þorranum
Næsta greinDeilur um landamerki stöðva hótelbyggingu