Dregið í 8-liða úrslit

Seinni hluti fyrstu umferðar í spurningakeppni átthagafélaganna fór fram í gærkvöldi, 7. mars.

Sunnlensku áttahagafélögin voru ekki í eldlínunni að þessu sinni en sýslumaður Árnesinga, Ólafur Helgi Kjartansson, mætti til leiks í liði Átthagafélags Sléttuhrepps sem lagði Súgfirðingafélagið að velli eftir bráðabana.

Dregið hefur verið í 8 liða úrslitum sem verða 21. mars. Árnesingafélagið keppir þá við Breiðfirðingafélagið og Skaftfellingafélagið við Átthagafélag Sléttuhrepps.

Fyrri greinEkki hlýrra í hreppum síðan 1881
Næsta greinTöfrandi helgi framundan