Djazzinn dunar í Reykjadalsskála

Marína Ósk.

Suðurlandsdjazzinn heldur áfram að duna í Reykjadalsskála við Árhólma í Hveragerði. Sunnudaginn 23. júlí kl. 15:00 stígur Marína Ósk á stokk.

Marína Ósk er ein af okkar frambærilegustu jazzsöngkonum og mun hún búa til einstaka stemningu með bassaleikarnum Sigurgeiri Skafta og Jóni Ingimundar pianóleikara.

Þau munu leika ljúfa standarda fyrir gesti og gangandi og mögulega taka við óskalögum ef vel liggur á þeim.

Frítt er á viðburðinn en hann er í boði SASS, Viking Léttöl, Tryggvaskála og Sub ehf.

Fyrri greinRúmar 6 milljónir króna úr Sprotasjóði til leikskólanna í Árborg
Næsta greinBurdette fengin til að binda saman miðjuna