Djazz í Skálanum

Laugardaginn 29. júlí kl. 15:00 mætir djass og blús söngkonan Rebekka Blöndal með tríóið sitt í Suðurlandsdjazz í Tryggvaskála á Selfossi.

Þeir Andrés Þór Gunnlaugsson og Birgir Steinn Theódórsson leika með Rebekku en boðið verður upp á hugljúfa djass standarda í bland við annað ljúfmeti.

Rebekka er ein af frambærilegustu djass og blús söngkonum landsins og hefur vakið mikla athygli síðastliðin ár. Hún hefur í tvígang verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokki djass og blús, sem flytjandi ársins og hlaut verðlaunin nú í ár fyrir söng ársins. Rebekka gaf einnig út plötuna Ljóð í fyrra sem hlaut góða dóma.

Frítt er á viðburðinn í boði SASS, Tryggaskála, Sub ehf, Viking Léttöl og FÍH.

Fyrri greinEngin mörk í seinni hálfleik
Næsta greinFrábær árangur á USA Cup