Diddú og drengirnir í Hlöðunni

Diddú og drengirnir. Ljósmynd/Aðsend

Nú er sumarið komið í Fljótshlíðina og sumargleðin við völd í Hlöðunni að Kvoslæk.

Næstkomandi laugardag, þann 8. júní kl. 15:00 munu Diddú og drengirnir halda tónleika í Hlöðunni.

Sigrún Hjálmtýsdóttir flytur sín uppáhaldslög ásamt sex blásurum, þeim Sigurði Ingva og Kjartani á klarinett, Birni Th. og Brjáni á fagott og Emil og Frank á horn.

Tónleikarnir eru þeir fyrstu í röðinni af fimm tónleikum sem fyrirhugaðir eru í sumar að Kvoslæk undir yfirskriftinni Skemmtistund í sveitinni.

Fyrri greinÞollóween fékk hvatningarverðlaun Heimilis og skóla
Næsta greinHerjólfur kemur til Vestmannaeyja 15. júní