DBS á Grænu könnunni

Djassband Suðurlands heldur tónleika í kaffihúsinu Grænu könnunni á Sólheimum í dag kl. 15:30.

Með Djassbandinu koma fram söngvararnir Bryndís Erlingsdóttir, Bergsveinn Theodórssoni og Kristín Arna Hauksdóttir.

Djassbandið lofar skemmtilegum tónleikum með fjölbreyttri tónlist, þekkt blúslög í bland við kunnugleg dægurlög frá ýmsum tímum og löndum. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis!