Danskur stúlknakór í Skálholti

Klarup stúlknakórinn heldur tónleika í Skálholtskirkju í kvöld, miðvikudag kl. 20:00.

Klarup stúlknakórinn er meðal bestu stúlknakóra í Danmörku. Í kórnum eru 35 stúlkur á aldrinum 14 til 25 ára og fagna þær í ár 30 ára starfsafmæli kórsins.

Kórinn byggir á norrænni sönghefð og syngur aðallega norræna tónlist og klassíska kirkjutónlist. Kórinn hefur sungið með sinfóníuhljómsveit Álaborgar og einnig með hljómsveit danska útvarpsins.

Árið 2002 sungu þær meðal annars með Jean Michel Jarres á tónleikum sem nefndir voru “Aero” sem var sjónvarpað víða um heim.
Kórinn hefur ferðast víða um heim, síðasta ferð þeirra var 2008 til Canada.

Auk tónleikanna í Skálholti syngur kórinn í Selfosskirkju á laugardag kl. 17 og í Víkurkirkju á mánudag kl. 20.