Dansað á desemberþakinu

Hr. Eydís í hljóðstofu sinni á Youtube.

Jólalögin hljóma nú um allt en lagið sem Hr. Eydís býður uppá þennan föstudaginn er ekki jólalag. Kannski meira partýlag, já eða áramótalag, enda dansa margir í desember.

Þó er ekki ráðlegt að dansa uppi á þaki, sérstaklega ekki í desember… nema maður sé jólasveinn.

Lag dagsins er Dancing On The Ceiling með Lionel Richie. Það kom út á samnefndri plötu árið 1986 og varð gríðarlega vinsælt, enda mjög hresst og skemmtilegt. Fleiri vinsæl lög voru á plötunni eins og Say You Say Me og Ballerina Girl.

„Ég var úti í Austurríki jólin 1986 og þetta var eina kassettan sem fékkst í nýja vasadískóið sem ég hafði keypt í fríhöfninni á Íslandi á leiðinni út. Fyrir ungling sem hlustaði mest á Van Halen og Iron Maiden var þetta hræðilegt. En ég tók sénsinn og viti menn, ég hafði bara mjög gaman að plötunni með Lionel. Dancing On The Ceiling færir mig því alltaf í huganum í fallegu skíðabrekkurnar og jólin í Badgastein þar sem við fjölskyldan vorum,“ segir Örlygur söngvari og gítarleikari Hr. Eydís.

Rás Hr. Eydís á Youtube

Hr. Eydís á Instagram

Hr. Eydís á Facebook

Fyrri greinKornax hveitið hlýtur alþjóðlega matvælaöryggisvottun
Næsta greinSelfoss gerði góða ferð norður