Dagskrá við ströndina á Íslenska safnadeginum

Íslenski safnadagurinn verður haldinn á morgun, sunnudaginn 7. júlí. Hugmyndina að baki deginum má rekja til alþjóða safnadags ICOM sem haldinn er 18. maí ár hvert.

Vegna íslenskra aðstæðna hefur verið samkomulag um að færa safnadaginn til hér á landi og halda hann í júlí.

Markmiðið með safnadeginum er að vekja athygli á afar fjölbreytilegri starfsemi íslenskra safna. sem standa sum hver fyrir sérstakri dagskrá í tilefni dagsins.

Kl. 11-18: Húsið á Eyrarbakka – Byggðasafn Árnesinga
Grunnsýning um sögu Hússins og valda þætti úr mannlífi héraðsins.
Sérsýning í borðstofu: Ljósan á Bakkanum. Sýningin fjallar um Þórdísi Símonardóttur ljósmóður á Eyrarbakka 1883-1926, kjör ljósmæðra og aðstæður fæðandi kvenna.
Sérsýning í Assistentahúsi: Handritin alla leið heim, Skáldskaparfræði. Sýning í samvinnu við Árnastofnun í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar handritasafnara.

Kl. 11-18: Sjóminjasafnið á Eyrarbakka
Grunnsýning um sögu Eyrarbakka með áherslu á sjósókn.
Sérsýning: Ljósmyndasýningin Vélbátar frá Eyrarbakka.

Kl. 13-18: Rjómabúið á Baugsstöðum
Skammt austan Stokkseyrar er Rjómabúið á Baugsstöðum, hið eina sem varðveist hefur frá fyrri tíð. Vélar bússins eru gangsettar fyrir gesti. Leiðsögn. Aðgangsseyrir. Rjómabúið á Baugsstöðum er opið um helgar í júlí og ágúst kl. 13-18.

Húsið á Eyrarbakka – Byggðaafn Árnesinga: Opið 11-18 Ókeypis á safnadaginn
Sjóminjasafnið á Eyrarbakka: Opið 11-18 Ókeypis á safnadaginn
Rjómabúið á Baugsstöðum: Opið 13-18 Aðgangseyrir
Þuríðarbúð á Stokkseyri Opin allan daginn. Ókeypis alltaf.

Fyrri greinMittishátt vatn í rútunni
Næsta greinHégómafullur hnuplari