Dagskrá sjómannadagsins á Eyrarbakka

Eyrarbakki. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Samkvæmt venju verður Björgunarsveitin Björg á Eyrarbakka með dagskrá í dag, á sjómannadaginn, á milli klukkan 11 og 14.

Hún hefst kl. 11:00 þegar boðið verður upp á hjólaþrautir við björgunarsveitarhúsið. Þær eru ætlaðar krökkum upp í 5. bekk en ef eldri vilja vera með er það sjálfsagt. Í boði verður Prins Pólo og Svali/gos fyrir alla.

Á milli klukkan 11:45 og 12:15 verður dorgveiði fyrir alla aldurshópa á bryggunni og áfram verður Prins Pólo og Svali/gos í boði fyrir alla. Reiknað er með að þyrla Landhelgisgæslunnar verði á svæðinu kl. 12.

Klukkan 12:15 býður Björgunarsveitin Björg svo öllum í skemmtisiglingu og stendur boðið til klukkan 14. Mæting er út á bryggju, þar sem félagar í björgunarsveitinni bíða spenntir eftir að sjá gesti.

Fyrri greinGöngumenn í hrakningum á Fimmvörðuhálsi
Næsta greinBúi Steinn og Ragnheiður ráðandi öfl á fjallinu