Dægurlagafélagið loksins í Hveragerði

Dægurlagafélagið á tónleikum í Tryggvaskála.

Dægurlagafélagið heldur tónleika í Skyrgerðinni í Hveragerði miðvikudagskvöldið 29. maí kl. 20:00. Yfirskrift tónleikanna er Saga til næsta bæjar.

Dægurlagafélagið skipa þeir Hreimur Örn Heimisson, Heimir Eyvindarson, Einar Bárðarson og Ingólfur Þórarinsson. Þeir hafa nokkrum sinnum komið saman á tónleikum sem þessum en ekki fyrr en nú í Hvergargerði, í hinni rómuðu Skyrgerð sem er fallegur og stórskemmtilegur salur til að hlusta á og flytja tónlist.

Hreimur, Heimir, Einar og Ingó flytja sín þekktustu lög og segja sögurnar á bak við. Á milli þeirra liggja mörg af vinsælustu popplögum og dægurlögum þeirra kynslólar.

Nægir þar að tína til lög eins og Vöðvastæltur, Dreymir, Farin, Myndir, Spenntur, Ég sé þig, Djöfull er ég flottur, Ef þú ert ein Bahama, Drífa, Argentína, Gestalistinn og fleiri og fleiri. Það verður engin svikin af þessari skemmtun.

Miðasala er í gangi á tix.is

Fyrri greinÍs handa öllum
Næsta greinSvanhildur dúxaði í FSu