Daði og Gagnamagnið fara á kostum í nýju myndbandi

Daði og Gagnamagnið frumsýndu í dag myndband við lagið Think About Things en þau stíga á stokk á seinna undankvöldi Söngvakeppninnar í Háskólabíói annað kvöld.

Í keppninni hér heima heitir lagið einfaldlega Gagnamagnið en komist Daði í úrslitin þá verður lagið flutt þar með enskum texta.

Það er óhætt að segja að myndbandið sé stórskemmtilegt og vandað en leikstjóri þess er Guðný Rós Þórhallsdóttir. Sjón er sögu ríkari, það er vindvél og allt, þannig að þetta getur ekki klikkað.

Fyrri grein„Með því verra sem maður hefur séð“
Næsta greinKrapastífla í Skógá – Skógafoss vatnslítill