Daði Freyr tryllti Evrópu

Skjáskot/Eurovision Song Contest

Okkar eigin Daði Freyr steig á svið í lokakeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Liverpool í kvöld og er óhætt að segja að hann hafi fengið góðar viðtökur í salnum.

Stærsta skemmtiatriði keppninnar var söngur bestu keppenda allra tíma (e. All time Eurovision Greats) og tók salurinn hraustlega undir með Daða þegar hann söng Atomic Kitten lagið Whole Again ásamt Árnýju Fjólu, sem dansaði með her af Gagnamagns-dönsurum.

Þetta er í fyrsta sinn sem Daði kemur fram í beinni útsendingu í Eurovision, þrátt fyrir að hafa tvisvar sinnum verið fulltrúi Íslands í keppninni. Þetta kvöld mun örugglega lifa lengi í minningunni hjá Daða, sem gjörsamlega tryllti Evrópu.

Daði gaf lagið út á streymisveitum núna í kvöld og má finna það hér að neðan.

Fyrri greinLeituðu gönguskíðahóps í þreifandi byl á Vatnajökli
Næsta grein„Gott að vera búin að klára ferlið“