Cohen ábreiður á Sólheimum

Menningarveisla Sólheima heldur áfram í vikunni en verslun, kaffihús og sýningar verða opin frá klukkan 12:00- 19:30 alla daga í sumar.

Næstkomandi laugardag verða tónleikar í Sólheimakirkju kl. 14:00 þar sem Daníel Hjálmtýsson & Magnús Jóhann flytja lög Leonard Cohen og aðrar ábreiður.

Á sunnudaginn kl. 14:00 verður svo guðsþjónusta í Sólheimakirkju þar sem sr. Egill Hallgrímsson messar.

Fyrri greinAndri Már og Hafdís Alda klúbbmeistarar
Næsta greinMetþátttaka í sumarlestri