Chrissie Thelma spilar á Sólheimum

Áður auglýstum tónleikum með Valgeiri Guðjónssyni á Sólheimum í dag hefur verið frestað til 20. júlí en þess í stað verður Chrissie Thelma Guðmundsdóttir fiðluleikari með tónleika í Sólheimakirkju í dag kl. 14:00.

Frá haustinu 2009 hefur Chrissie stundað nám í fiðluleik við tónlistardeild Listaháskólans undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Chrissie Thelma hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Ungfóníu, m.a. sem konsertmeistari undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Hún hefur leikið með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá upphafi og einnig tekið þátt í yìmsum atburðum í íslensku tónlistarlífi, s.s. leikið með jólagestum Björgvins, Sniglabandinu og Agent Fresco.

Haustið 2011 tók Chrissie þátt í einleikarakeppni Listaháskólans og Sinfóníuhljómsveitar Íslands og var valin ásamt þremur öðrum nemendum til að leika einleik með hljómsveitinni í janúar síðastliðnum.

Í Sesseljuhúsi kl 15:00 verður Erlendur Pálsson býflugnabóndi og starfsmaður Sólheima með kynningu á býflugnarækt og ef veður leyfir verður kíkt í býflugnabú sem er staðsett rétt við Sesseljuhús.

Sýningarnar eru opnar alla daga frá kl 12:00 – 18:00 áfram rétt eins og kaffihúsið, verslunin og plöntusalan

Fyrri greinBryggjudagar í Þorlákshöfn
Næsta greinStokkseyri á fjóra keppendur í kraftlyftingum