Byssusýning um helgina

Starfsár Veiðisafnsins á Stokkseyri 2011 hófst með árlegri byssusýningu í samvinnu við verslunina Vesturröst um helgina.

Sýningin er opin til kl. 18 í dag í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49, Stokkseyri. Þar er til sýnis fjölbreytt úrval skotvopna svo sem haglabyssur, rifflar, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu frá landskunnum söfnurum m.a. ein af haglabyssum Jóns Þorsteinssonar frá Ólafsfirði og Drífur Jóns Björnssonar frá Dalvik.

Einnig eru til sýnis byssur frá Veiðisafninu sem ekki tilheyra grunnsýningu safnsins.

Allt áhugafólk um skotvopn og veiðar er velkomið, aðgangseyrir er kr. 1.250 fyrir fullorðna og 750 kr. fyrir börn 6-12 ára.

Veiðisafnið er opið um helgar frá 11-18 í febrúar.

Fyrri greinTöldu bréfið ekki hafa borist
Næsta greinMikilvægur sigur Laugdæla