Bubbi syngur í Vík

Líkt og mörg undanfarin haust heldur Bubbi Morthens af stað með kassagítarinn. Landsbyggðartúrinn nefnist "Ég trúi á þig" og hefst hann í Vík í Mýrdal í kvöld.

Tónleikarnir verða í Leikskálum og hefjast kl. kl. 20:30.

Bubbi mun leika bæði gamalt efni og nýtt auk þess að ræða við áhorfendur um málefni líðandi stundar. Bubbi gaf út geislaplötu fyrr í sumar sem hefur fengið frábæra dóma og selst gríðarlega vel.

Tónleikaferðin dregur nafn sitt af titli plötunnar, Ég trúi á þig.

Miðasala er á midi.is og við innganginn. Allir tónleikar hefjast kl 20:30