Bryggjuhátíðin um helgina

Ljósmynd/Bryggjuhátíð

Hin árlega Bryggjuhátíð á Stokkseyri hefst á morgun, föstudag og stendur fram á sunnudag. Hápunktur hátíðarinnar er kvöldvaka á bryggjunni á föstudagskvöld.

Alla dagana verður opið í Gallerí Gimli og Gallerí Svartakletti það sama á við um nýja ljósmyndasýningu Hönnu Sivjar í Gallerí Stokk.

Kl. 20:30 á föstudagskvöld verður hátíðin sett á kvöldvöku á bryggjunni þar sem verðlaun verða veitt fyrir best skreytta húsið, Emmsjé Gauti stígur á stokk, þyrla Landhelgisgæslunnar mætir á svæðið, BMX Brós verða með sýningu og Magnús Kjartan með bryggjusöng.

Á laugardag verður loppu- og bókamarkaður í Brimrót, Leikhópurinn Lotta sýnir Bakkabræður, hesta verða teymdir undir börnum og keppt í frisbígolfi, svo fátt eitt sé nefnt.

Hægt er að skoða dagskrá hátíðarinnar hér.

Fyrri greinHræddur við að shanka golfbolta
Næsta greinÚrslit í hugmyndasamkeppni kynnt á morgun