Bryggjuhátíðin um næstu helgi

Bryggjuhátíðin á Stokkseyri verður haldin helgina 7. til 9. júlí næstkomandi. Dagskráin er fjölbreytt og hefst hún á formlega á föstudaginn kl. 20:30 á Stokkseyrarbryggju.

Þar mun Karítas Harpa skemmta ásamt Magnúsi Kjartani sem stjórnar fjöldasöng, þyrla Landhelgisgæslunnar kíkir í heimsókn og kveikt verður í brennu við bryggjuna.

Á laugardeginum er fjölbreytt dagskrá yfir daginn og má þar nefnda Leikhópinn Lottu, hoppukastala, Bubble – bolta, andlitsmálun og margt fleira.

Fyrri greinHægt að skila inn umsókn um leið og kennitala hefur verið stofnuð
Næsta grein120 ár frá fæðingu Ólafs Túbals